Sýna valmynd

HVERNIG Á ÉG AÐ BYRJA?

Það er enginn vafi á því að rétt samspil Hreyfingar og matarræðis hefur góð áhrif á líkama og sál. Hleðsla er íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu. Hentar vel fljótlega eftir æfingar eða á milli mála. Í Hleðslu eru eingöngu hágæða prótein úr íslenskri mjólk. Þau eru mikilvæg til uppbyggingar og viðhalds. Hleðsla er fitusnauð og kalkrík.

Brennsla - Þjálfun

BRENNSLA LÍKAMANS

Það er enginn vafi á því að brennsluhraði hefur áhrif á líkamsþyngd. Rannsóknir hafa sýnt að brennsla hefur bein áhrif á tilhneigingu fólks til að vera feitt eða grannt. Brennsla fólks er einstaklingsbundin. Líkamsþyngd okkar er m.a. stjórnað af þáttum eins og erfðum sem við höfum engin áhrif á. Tvær manneskjur geta neytt svipaðs fæðis allt sitt líf en þó er önnur þeirra alltaf grennri en hin. Þar koma inn þættir eins og fjöldi fitufrumna í líkamanum sem hefur mikil áhrif á þyngdina. Sumt fólk hefur fleiri fitufrumur frá náttúrunnar hendi. Ef manneskja bætir á sig 20, 30 eða fleiri kílóum, umfram sína eðlilegu þyngd, er hún að framleiða milljarða nýrra fitufrumna sem munu aldrei hverfa. Hinn þátturinn er grunnbrennsla okkar en það er það magn hita- eininga sem manneskja brennir daglega í hvíld við nauðsynlegustu starfsemi líkamans, s.s. hjartslátt, öndun og hugsun.

GRUNNBRENNSLA

Grunnbrennsla er mjög misjöfn hjá fólki. Sumir brenna fleiri hitaeiningum daglega þó að þeir stundi ekki meiri þjálfun. En góðu fréttirnar eru að þó svo að við fæðumst með okkar eigin brennsluhraða, getum við haft heilmikil áhrif á hann, bæði jákvæð og neikvæð. Við byrjum með ákveðna þyngd eða þyngdarstuðul sem líkami okkar hefur tilhneigingu til að viðhalda. Þessi þyngd ákvarðast af erfðum, samsetningu líkamans og lífsstíl, t.d. mataræði og hreyfingu.

VARANLEG AUKNING BRENNSLU

Þolþjálfun brennir ekki aðeins fitu heldur fjölgar brennslustuðul líkamans, einnig þeim hitaeiningum sem þú brennir í hvíld í nokkra klukku- tíma eftir að þjálfun lýkur. Með tímanum getur regluleg þolþjálfun aukið brennslu líkamans varanlega.

BMI STUÐULL

Þú getur reiknað hvort þyngdin sé innan æskilegra marka með því að deila í þyngd þína í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2). Þannig fæst ákveðinn stuðull sem nefnist BMI (Body Mass Index). Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offta fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:

 • Vannæring
  BMI 18,5
 • Kjörþyngd
  BMI 18,5 - 24,9
 • Ofþyngd
  BMI: 25 - 29,9
 • Offita
  BMI: 30

Rétt er að benda á að stuðullinn tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar fólks. Hann greinir t.d. ekki á milli þyngdar vöðva og fitu þannig að vöðvamikill og grannur einstaklingur getur lent í ofþyngdarhópnum (en vöðvar eru þyngri en fita).

Hver er þinn BMI stuðull?

 • BMI: 0

MATARDAGBÓK

Það er gagnlegt að skrifa niður allt sem við borðum og drekkum. Þannig getur þú séð hvernig þitt matarræði er og hvernig þú getur endurbætt matarræðið. Hér getur þú prentað út matardagbók og skráð þínar neysluvenjur