Sýna valmynd

HLEÐSLA 250 ML FERNA - súkkulaði

Hleðsla er prótein- og íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu. Drykkurinn hentar vel m.a. fljótlega eftir æfingar, eftir keppni eða á milli mála. Í Hleðslu eru eingöngu hágæða prótein úr íslenskri mjólk sem eru mikilvæg til uppbyggingar og viðhalds líkamans. Hleðsla er fitusnauð og kalkrík, án hvíts sykurs og án sætuefna en með agave (agave inniheldur ávaxtasykur). Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið klofin og hentar drykkurinn því mörgum sem hafa mjólkursykursóþol.
Fernan inniheldur 22 g af hágæða próteinum.

Hleðsla 250 ml ferna - súkkulaði

Innihaldslýsing

Undanrennuþykkni, agaveþykkni (2,7%), fituskert kakó, bindiefni (natríumpólýfosfat, karragenan),laktasi, bragðefni.

  Næringargildi í 100 g: %RDS
(Hlutfall af ráðlögðum dagskammti)
Orka 275 kJ/65 kcal  
Fita 0,5 g  
– þar af mettaðar fitusýrur 0,4 g  
Kolvetni 6,7 g  
– þar af ein- og tvísykrur 6,2 g  
Prótein 8,4 g  
Salt 0,1 g  
B12-vítamín 0,34 µg 14
Kalk 175 mg 22
Fosfór 180 mg 26

HLEÐSLA 250 ML FERNA - kolvetnaskert

Hleðsla er prótein- og íþróttadrykkur sem inniheldur prótein og kolvetni til hleðslu. Drykkurinn hentar vel m.a. fljótlega eftir æfingar, eftir keppni eða á milli mála. Í Hleðslu eru eingöngu hágæða prótein úr íslenskri mjólk sem eru mikilvæg til uppbyggingar og viðhalds líkamans. Kolvetnaskert Hleðsla er fitusnauð og kalkrík, án hvíts sykurs og inniheldur sætuefni (súkralosa). Varan er laktósafrí og hentar drykkurinn því mörgum sem hafa mjólkursykursóþol.
Fernan inniheldur 22 g af hágæða próteinum.

Hleðsla 250 ml ferna - kolvetnaskert

Innihaldslýsing

Undanrennuþykkni, vatn, fituskert kakó, bindiefni (ein- og tvíglýserið fitusýra, sellulósi, karragenan, karboxímetýlsellulósa), laktasaensím, bragðefni, sætuefni (súkralósi).
Með sætuefni.

  Næringargildi í 100 g: %RDS
(Hlutfall af ráðlögðum dagskammti)
Orka 235 kJ/55 kcal  
Fita 0,5 g  
– þar af mettaðar fitusýrur 0,4 g  
Kolvetni 4,4 g  
– þar af sykurtegundir 3,8 g  
Prótein 8,4 g  
Salt 0,1 g  
B12-vítamín 0,28 µg 11
Kalk 166 mg 21
Fosfór 170 mg 24